Ársfundur IAJ 2025 í Baku í Azerbaijan 13.-16. október 2025
Ársfundur IAJ 2025 var haldinn í Baku í Azerbaijan dagana 13.-16. október 2025. Fulltrúar Dómarafélags Íslands á fundinum voru formaður félagsins, Kristbjörg Stephensen, og Björg Thorarensen stjórnarmaður.
Á fundinum voru meðal annars samþykktar ályktanir um Chile, Ítalíu, Niger og Perú. Þá var í framhaldi af alþjóðlegri ráðstefnu um samband dómsvalds við aðra handhafa ríkisvalds, sem haldin var samhliða ársfundi IAJ, samþykkt sérstök ályktun. Sjá má þessar ályktanir hér:
https://www.iaj-uim.org/iuw/iaj-resolutions-adopted-in-baku-2025/
Samhliða ársfundi IAJ fundaði Evrópudeild IAJ (EAJ) eins og venja er og var sá fundur haldinn daginn áður eða 12. október 2024. Kristbjörg og Björg sátu jafnframt þann fund.
Á fundinum voru meðal annars samþykktar ályktanir varðandi Albaníu, Rúmeníu og Spán sem sjá má hér:
https://www.iaj-uim.org/iuw/eaj-resolutions-adopted-in-baku-2025/